Efst á baugi
Litagleði – Sumarsýning 2022
Hinn 1. júní verður sumarsýning Tryggvasafns opnuð í Safnahúsinu í Neskaupstað. Sýningin ber heitið Litagleði og allir sem skoða verkin hljóta að viðurkenna að hún stendur undir nafni. Á sýningunni eru 40 verk og eru þau öll frá árunum 1996-2017. Er fólk eindregið...
Sumarsýning 2021
Hinn 1. júní sl. var sumarsýning Tryggvasafns opnuð í Safnahúsinu í Neskaupstað. Sýningin ber heitið Stemmning og er skýringin á heitinu sú að margir sem skoða verk eftir Tryggva Ólafsson greina frá því að þeir upplifi við það ákveðna og sérstaka stemmningu....
Viðtal við Tryggva í Menningunni á RÚV
Árið 2017 var Tryggvi sæmdur riddarakrossinum af Dannebrog. Af því tilefni heimsótti Menningin hjá RÚV listamanninn og ræddi við hann um orðuna, líf hans og list. Viðtalið er aðgengilegt á heimasíðu RÚV.
Tryggvasafn komið með heimasíðu
Nýverið var opnuð heimasíða Tryggvasafns á slóðinni www.Tryggvasafn.is. Styrkur frá Uppbyggingarsjóði Austurlands gerði safninu kleift að koma síðunni upp og með tilkomu hennar eiga allir auðvelt með að verða sér úti um helstu upplýsingar um safnið. Allar upplýsingar...
Úrval – sumarsýning Tryggvasafns
Hinn 1. júní sl. hefði Tryggvi Ólafsson listmálari orðið áttræður, en hann lést 3. janúar árið 2019. Í tilefni af því hefur verið opnuð sumarsýning í Tryggvasafni í Safnahúsinu í Neskaupstað sem ber heitið Úrval. Safnahúsið verður opið hvern dag í sumar kl. 10-18 allt...