TRYGGVASAFN

Safn með verkum listmálarans Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað.

 

Um safniðOpnunartímar

LISTAMAÐURINN

Tryggvi Ólafsson fæddist í Neskaupstað 1. júní árið 1940. Hann var einn af þekktari myndlistamönnum þjóðarinnar. Hið óhlutbundna málverk virtist ekki henta Tryggva og hann þróaði með sér nýjan stíl sem ýmsir kenndu við popplist.

Saga safnsins

Þegar fyrsta sýning Tryggvasafns var opnuð voru um þrjátíu málverk í eigu þess. Nú á safnið um 150 lakk-, olíu-, og akrýlmyndir, um 180 litógrafíur, klippimyndir og teikningar auk prentaðra plakata. Alls eru því verkin í eigu safnsins vel á fjórða hundrað.

HEIMILI TRYGGVASAFNS

Þrjú söfn deila með sér Safnahúsinu í miðbæ Neskaupstaðar: Tryggvasafn, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og  Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Í húsinu eru reglulega haldnir ýmis konar viðburðir, fundir og ráðstefnur.

Efst á baugi

Litagleði  – Sumarsýning 2022

Litagleði – Sumarsýning 2022

Hinn 1. júní verður sumarsýning Tryggvasafns opnuð í Safnahúsinu í Neskaupstað. Sýningin ber heitið Litagleði og allir sem skoða verkin hljóta að viðurkenna að hún stendur undir nafni. Á sýningunni eru 40 verk og eru þau öll frá árunum 1996-2017. Er fólk eindregið...

Sumarsýning 2021

Sumarsýning 2021

Hinn 1. júní sl. var sumarsýning Tryggvasafns opnuð í Safnahúsinu í Neskaupstað. Sýningin ber heitið Stemmning og er skýringin á heitinu sú að margir sem skoða verk eftir Tryggva Ólafsson greina frá því að þeir upplifi við það ákveðna og sérstaka stemmningu....

Viðtal við Tryggva í Menningunni á RÚV

Viðtal við Tryggva í Menningunni á RÚV

Árið 2017 var Tryggvi sæmdur riddarakrossinum  af Dannebrog.  Af því tilefni heimsótti Menningin hjá RÚV listamanninn og ræddi við hann um orðuna, líf hans og list. Viðtalið er aðgengilegt á heimasíðu RÚV.

„Málverk Tryggva eru emblematísk og minna í víðtækasta skilningi á samsett og flókin tákn- eða skjaldarmerki."

 

– Halldór B. Runólfsson, listfræðingur

„Tryggvi velur og hafnar meðal hluta og lífvera utan úr hinum stóra heimi og setur það síðan á svið í þeim litla heimi sem myndverkið er."

 

– Peter Michael Hornung, listfræðingur

„Ég safna drasli, oft gömlu og verðlausu drasli, sem ég fæ hjá fornsölum eða hirði á öskuhaugum. Síðan hugsa ég um þetta dót í stærðarhlutföllum innan myndflatarins."

 

– Tryggvi Ólafsson um eigin verk

Hafðu samband

2 + 8 =

Komdu í heimsókn

Staðsetning

Egilsbraut 2
740 Neskaupstað

OPNUNARTÍMAR

Sumar 2023:
13:00-17:00, alla daga vikunnar.

SÖFN OG SÝNINGAR

Skoðaðu önnur söfn og sýningar í Fjarðabyggð.